Ensemble Studios hættir

Sorglegar fréttir.

Einn af örmum Microsoft games, Ensemble Studios, eru að hætta. Microsoft mun halda flestum lykil-starfsmönnum deildarinnar, en þeim verður dreift á aðrar deildir fyrirtækisins.

Ensemble Studios eru hvað þekktastir fyrir Age of Empires leikina sem hafa verið eins og „svona-skal-gera-góða-sögulega-RTS-leiki“ námskeið fyrir aðra leikjaframleiðendur.

Einnig gerðu þeir spin-off af Age of Empires með goðsögu ívafi sem hét Age of Mythology, sem fékk furðulega góðar móttökur þrátt fyrir að komast engan vegin nálægt þeim gæðastaðli sem einkenndi fyrstu 2 AoE forverana.

Einnig stóð það til að Ensemble áttu að gera Massive Multiplayer Online leik í Halo heiminum. En hætt var við framleiðslu leiksins (líklega þegar ákveðið var að loka deildinni). Seinasta verkefni Ensemble verður HALO WARS, sem verður Strategy leikur inn í Halo heiminum.

Allt bendir til þess að þessi kveðjugjöf Ensemble verði ótrúlega góð þrátt fyrir engan Masterchief.

R.I.P. Ensemble Studios

1995-2009

1 Responses to Ensemble Studios hættir

  1. Gummi skrifar:

    NOOO :O :O :O… don’t leave us out in the blue

Færðu inn athugasemd